top of page
Search

Taumgöngu hópnámskeið

Updated: May 1Á þessu námskeiði þá vinnum við saman í hóp svo að hundurinn þinn fær tækifæri til að sjá aðra

hunda og fólk.

Við vinnum alltaf út frá hverjum hundi, hvað við getum gert til að honum líði vel og fáum að sjá aðra hunda og lærum þannig bæði með því að sjá annan vinna með sinn hund og líka með því að labba með sinn eigin hund. Það getur verið mikilvægt því aðstæður eru alltaf öðruvísi þegar ábyrgðin er á okkur og þegar við fáum að sjá aðra vinna úr aðstæðum.


Á þessu námskeiði er lokaður facebook hópur sem þið fáið aðgang að


Hverjum hentar þetta námskeið?

Þetta námskeið hentar öllum hundum og eigendum. Hér eru nokkrar ástæður:

- Umhverfisþjálfun

- Bæta samband milli eiganda og hunds

- Vinna með vandamál í göngum

- Læra betur inn á hundinn þinn og skilja merkjamál vel

- Læra nýja aðferð að labba með hundinn

- Gera taumgöngu skemmtilega og jákvæða

- Læra inn á náttúrulegt eðli hunds

- Kynnast fleira fólki sem hefur áhuga á hundum

- Hundurinn togar í tauminn

- Hundurinn bregst við umhverfi, t.d bílum, hundum, köttum eða fólki

- Gera tauminn jákvæðan og öruggan fyrir hundinn
Fyrirlestrar á þessu námskeiði *merkjamál *stress

*grunnur hunda nútímans
Hvernig taumgöngu vinn ég með og afhverju.

Í þessari göngu notum við 5-8 metra taum. Við notum tauminn til þess að hafa tengingu við hundinn og gefum honum nægilegt frelsi til að nýta sér umhverfið og sitt náttúrulega eðli til að takast á við heiminn okkar. Góð tenging við hundinn getur hjálpað mikið í stressandi aðstæðum og getur hjálpað hundinum að taka góðar ákvarðanir. Við kennum hundinum að takast á við aðstæður og vinna að rót vandans. Við hugsum mikið um merkjamál og hvað hundurinn er að seiga að hverju sinni og hvernig við getum notað líkamstjáninguna okkar til að aðstoða hundinn. Þessi ganga byggir upp gott og traust samband milli eiganda og hunds og kennir eiganda að skilja hundinn sinn enn betur.


Það eru reglulegar göngur fyrir fólk sem hefur lært þ


essa göngu til þess að gefa hundum tækifæri að vera til saman og nýta og virða merkjamálið án þess að bregðast illa við eða stressast mikið upp.Öll skráning fer fram á marianna@hundarnutimans.is


Gott er að taka fram í skráningu: *Nafn eiganda *Símanúmer eiganda *Kennitala *Nafn hunds *Aldur *Tegund *Ef hundurinn glímir við einhverja erfiðleika til dæmis hræðsla við aðra hunda eða fólk svo hægt sé að gera viðeigandi ráðstafanir til þess að hundinum lýði sem best á námskeiðinu.

68 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page