top of page
90179637_110986483694744_6739869262680543064_n_edited.jpg

Taumganga


Hvernig taumgöngu vinn ég með og afhverju.

Í þessari göngu notum við 5-8 metra taum. Við notum tauminn til þess að hafa tengingu við hundinn og gefum honum nægilegt frelsi til að nýta sér umhverfið og við séum ekki að fara inn á þeirra persónulega pláss. Þrátt fyrir að hundarnir vilji alltaf vera nálægt okkur þá þurfa þeir meira pláss þegar þeir eru úti að labba. Góð tenging við hundinn getur hjálpað mikið í stressandi aðstæðum og getur hjálpað hundinum að taka góðar ákvarðanir. Við gefum hundunum tækifæri til að sjá, horfa og pæla í hlutum til þess að þeir læri að takast á við það. Hundar eru rosalega næmir og góðir að lesa merkjamál okkar og þessvegna lærum við að verða meðvituð um líkamann okkar til þess að eiga samskipti við hundinn. Þegar við notum orðin þá hlýðir hundur oft án þess að hugsa um umhverfi og hvort hann komi sér í hættu en með því að nota merkjamál og líkamstjáningu þá gefum við hundinum tækifæri að meðtaka það sem við tjáum okkur og pæla í hvort það sé öruggt að gera það sem við biðjum hann um. Í þessari göngu notum við rétta fjarlægð til að hundinum líði vel og geti tekið góðar ákvarðanir. Fjarlægðin sem hentar hverjum og einum hundi getur verið allt frá nokkrum cm upp í marga metra. Þegar maður er með rétta fjarlægð fyrir hundinn til að líða vel í þá nær hann að hugsa hlutina út í gegn og taka góðar ákvarðanir. Með þessu mun sjálfstraust aukast og hundurinn mun þá með tímanum þurfa minni fjarlægð til þess að líða vel í aðstæðum og taka góðar ákvarðanir. Hundar búa oft til fjarlægð sjálfir til þess að hjálpa sér eða öðrum. Þegar þeir eru að auka fjarlægðina á milli sín og einhvers þá sér maður oft að hundurinn virðist finna eitthvað voða spennandi og er rosalega upptekin í þefi en augun eru alltaf að kíkja á þann sem þeir eru að reyna að auka fjarlægðina á milli og gefa oft frá sér róandi merki ef hinn aðilinn horfir á þá. Einnig nota hundar rosalega mikið barrier(hindrun). Það er þegar þeir nota einhvern hlut eða manneskju til þess að hafa á milli sín og triggersins. Þegar fjarlægðin er ekki nægilega mikil eða triggerinn nálgast hratt þá getur það hjálpað mikið að hafa barrier(hindrun), eitthvað á milli hundsins og triggersins. Oft þarf það ekki að vera mikið, ein manneskja er nóg, lítill runni, tré, bíll, hægt er að nota hvað sem er í umhverfinu.

Það eru reglulegar göngur fyrir fólk sem hefur lært þessa göngu til þess að gefa hundum tækifæri að vera til saman og nýta og virða merkjamálið án þess að bregðast illa við eða stressast mikið upp.

bottom of page