Grunnur hunda nútímans
- mariannalind93
- Apr 5, 2023
- 1 min read
Updated: 4 days ago
Grunnur hunda nútímans er grunnnámskeið þar sem við förum meðal annars yfir að læra

Sitja
Innkall
Liggja
Kyrr
Hæll
Gefa dót
Taumganga
Sjálfstjórn
Umhverfis þjálfun
Þið fáið aðgang af lokaðari facebook síðu á meðan námskeiðinu stendur. Þar hafið þið aðgang af þjálfurum til að fá aðstoð milli tíma. Einnig fái þið aðgang af lokuðu svæði inn á heimasíðunni þar sem þið eruð með aðgang að þremur fyrirlestrum (merkjamál, stress og grunnur hunda nútímans).
Þetta námskeið hentar fyrir allan aldur, hundar þurfa bara að vera orðnir full bólusettir.
Það er mjög mikilvægt að sjá hvernig einstakling við erum að vinna með og er þess vegna námskeiðið gert persónumiðað út frá hverjum og einum einstakling, eins mikið og hægt er í hópnámskeiði.

Hundar Nútímans vinnur eingöngu með jákvæðar þjálfunaraðferðir og virðingarríkt uppeldi.
Innifalið í verðinnu er klikker og aðgangur af tveimur þjálfurum á meðan námskeið stendur yfir.
Verð 45.000
Umsögn

Næsta námskeið

Öll skráning fer fram á marianna@hundarnutimans.is
Gott er að taka fram í skráningu: *Nafn eiganda *Símanúmer eiganda *Kennitala *Nafn hunds *Aldur *Tegund *Ef hundurinn glímir við einhverja erfiðleika til dæmis hræðsla við aðra hunda eða fólk svo hægt sé að gera viðeigandi ráðstafanir til þess að hundinum lýði sem best á námskeiðinu.
Comments