top of page
Search

NoseWork framhaldsnámskeið

Updated: Apr 14, 2023




NoseWork framhaldsnámskeið.

Á framhaldsnámskeiði förum við í utanhúss og faratækjaleit. Farið er yfir hitastig og vind, hvaða áhrif það getur haft á leitina og hvernig við getum nýtt okkur það.


NoseWork kemur út frá sprengjuefna/fíkniefnaleit og snýst um að hundurinn læri að finna og merkja við lykt sem við notum og eigandi læri að lesa sinn hund. Við vinnum með náttúrulegt skynfæri hundsins, nefið og hausinn. Það tekur mikið á fyrir hunda að nota nefið og hausinn mikið og þessvegna er þetta auðveld leið til að þreyta hundinn.

NoseWork hentar öllum hundum burt séð frá aldri, tegund, stærð og hreyfigetu.

Það eru ótal ástæður fyrir að fólk vilji koma í NoseWork t.d.

  • Til að þreyta hundinn auðveldlega og jafnvel hafa eitthvað að gera þegar veður leyfir manni ekki að fara út.

  • Þetta er gott til að byggja upp tengingu á milli hunds og manneskju og læra að lesa betur inn á hvort annað.

  • Þetta byggir upp sjálfstraust hunds og kennir/styrkir hundinn að nýta skynfæri sín til að finna og staðsetja lyktina.

  • Síðan er hægt að fara alla leið í sportið og keppa.

Hundar eru allir mismunandi og eru þessir námskeið persónumiðuð til þess að allir hundar nái að njóta sín.

Þetta tekur stuttan tíma í undirbúning og er ódýrt sport.

Það er amk æfing einu sinni í mánuði sem er velkomið fyrir alla að mæta sem hafa lokið annaðhvort NoseWork námskeiði


Framhaldsnámskeiðið er 5 skipti, 1,5klst í senn. Verð 25.000


Hérna er hægt að sjá næsta NoseWork framhaldsnámskeið

Öll skráning fer fram á marianna@hundarnutimans.is


155 views0 comments

Recent Posts

See All

Taumgöngu hópnámskeið

Á þessu námskeiði þá vinnum við saman í hóp svo að hundurinn þinn fær tækifæri til að sjá aðra hunda og fólk. Við vinnum alltaf út frá hverjum hundi, hvað við getum gert til að honum líði vel og fáum

bottom of page