top of page
Search

NoseWork grunnnámskeið

Updated: Apr 18


NoseWork grunnnámskeið

Á grunnnámskeiði förum við í innanhúss og ílátaleit.

Við förum yfir allan grunninn í NoseWork og kynnum hundunum fyrir lyktinni sem við notum, Eukaliptus hydrolat vatn. Námskeiðið er persónumiðað og finnum út hvað hentar hverju teimi til að vinna sem best saman.


NoseWork kemur út frá sprengjuefna/fíkniefnaleit og snýst um að hundurinn læri að finna og merkja við lykt sem við notum og eigandi læri að lesa sinn hund. Við vinnum með náttúrulegt skynfæri hundsins, nefið og hausinn. Það tekur mikið á fyrir hunda að nota nefið og hausinn mikið og þessvegna er þetta auðveld leið til að þreyta hundinn.

NoseWork hentar öllum hundum burt séð frá aldri, tegund, stærð og hreyfigetu.

Það eru ótal ástæður fyrir að fólk vilji koma í NoseWork t.d.

  • Til að þreyta hundinn auðveldlega og jafnvel hafa eitthvað að gera þegar veður leyfir manni ekki að fara út.

  • Þetta er gott til að byggja upp tengingu á milli hunds og manneskju og læra að lesa betur inn á hvort annað.

  • Þetta byggir upp sjálfstraust hunds og kennir/styrkir hundinn að nýta skynfæri sín til að finna og staðsetja lyktina.

  • Síðan er hægt að fara alla leið í sportið og keppa.

Hundar eru allir mismunandi og eru þessir námskeið persónumiðuð til þess að allir hundar nái að njóta sín.

Þetta tekur stuttan tíma í undirbúning og er ódýrt sport.

Það er amk æfing einu sinni í mánuði sem er velkomið fyrir alla að mæta sem hafa lokið annaðhvort NoseWork námskeiði


Grunnnámskeiðið er 6 skipti, 1klst í senn. Verð 35.000


Öll skráning fer fram á marianna@hundarnutimans.is


Gott er að taka fram í skráningu: *Nafn eiganda *Símanúmer eiganda *Kennitala *Nafn hunds *Aldur *Tegund *Ef hundurinn glímir við einhverja erfiðleika til dæmis hræðsla við aðra hunda eða fólk svo hægt sé að gera viðeigandi ráðstafanir til þess að hundinum lýði sem best á námskeiðinu.

433 views0 comments

Recent Posts

See All

Kommentare


bottom of page